U19 á EM - Tveir lykilmenn í spjalli áður en haldið er til Möltu

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Ísland er ein af átta þjóðum sem tekur þátt á Evrópumóti U19 landsliða karla í sumar. Það styttist heldur betur í mótið, sem fer fram á Möltu. Strákarnir halda út á föstudaginn og leika sinn fyrsta leik - gegn Spáni - næsta þriðjudag. Fyrst það er svona stutt í mótið þá fengum við Hlyn Frey Karlsson, leikmann Vals, og Loga Hrafn Róbertsson, leikmann FH, í spjall um vegferð liðsins að lokakeppni Evrópumótsins. Það styttist í stóru stundina og spennan er farin að magnast.