Ungstirnin - Efnilegir í þýska og Adam Páls gestur
Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net
Kategorie:
Ungstirnin er hlaðvarpsþáttur á Fótbolta.net þar sem aðaláherslan er lögð á umfjöllun um unga framtíðarleikmenn í boltanum. Þáttastjórnendur í þessum fjórða þætti eru Arnar Laufdal Arnarsson og Eysteinn Þorri Björgvinsson. Í þættinum er fjallað um Jamal Musiala (Bayern Munchen), Youssoufa Moukoko (Dortmund) og Giovanni Reyna (Dortmund). Drengirnir ræddu um 12 unga leikmenn í Pepsi-Max deildinni og það sem hefur verið að gerast í enska boltanum. Þá kom Adam Ægir Pálsson, leikmaður Víking Reykjavíkur í heimsókn og var rætt um allt sem hefur verið í gangi hjá honum hingað til á ferlinum.