Ungstirnin - Kristall á línunni og næstu Haaland og Neymar

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Ungstirnin er hlaðvarpsþáttur á Fótbolta.net þar sem aðaláherslan er lögð á umfjöllun um unga framtíðarleikmenn í boltanum. Umsjónarmenn þáttarins eru Arnar Laufdal Arnarsson og Magnús Hólm Einarsson. Kristall Máni Ingason leikmaður Víkinga var á línunni og ræddu drengirnir um tímabilið sem var að klárast en Kristall og Víkingar urðu Íslandsmeistarar á laugardaginn. Drengirnir fjölluðu um Benjamin Sesko (RB Salzburg) og Angelo Gabriel (Santos) en þessum leikmönnum hefur verið mikið líkt við Erling Haaland og Neymar. Rætt var um hvaða ungu leikmenn Lengjudeildarinnar væri gaman að sjá í Pepsi-Max deildinni næsta sumar. Meðal umræðuefnis voru yngri flokkarnir, besti ungi leikmaður Pepsi-Max, Elías Rafn í A-landsliðið, Florian Wirtz og Amine Gouri á eldi sem og margt margt fleira.