Ungstirnin - Mikilvægt verkefni U21 og Luigi gestur

Fotbolti.net - Podcast autorstwa Fotbolti.net

Kategorie:

Ungstirnin er hlaðvarpsþáttur á Fótbolta.net þar sem aðaláherslan er lögð á umfjöllun um unga framtíðarleikmenn í boltanum. Umsjónarmenn þáttarins eru Arnar Laufdal Arnarsson og Magnús Hólm Einarsson. Í þessum áttunda þætti er fjallað um Becir Omeragic (FC Zurich), Leonidas Stergiou (St. Gallen) og Florian Wirtz (Bayer Leverkusen). Rætt er um mikilvæga leiki U21-landsliðsins sem spilar gegn Ítalíu á fimmtudag og Írlandi á sunnudag. Þessir leikir skipta miklu máli í baráttunni um að komast í lokakeppni EM U21 landsliða á næsta ári en Ísland er í hörkubaráttu um að komast á mótið. Logi Tómasson (Luigi), leikmaður Víkings og tónlistarmaður, er gestur þáttarins og er rætt um það sem hefur verið í gangi á hans fótboltaferli og tónlistarferli.