#008 - Erum við að vinna?

Góð ráð dýr - Podcast autorstwa Ragnar Freyr og Birkir Steinn

Í tilefni Veganúar 2020 kom hingað dýraréttindasinninn Jake Conroy eða The Cranky Vegan. Jake er búinn að vera aðgerðarsinni fyrir dýrin síðan 1995, vegan í yfir 20 ár og hefur tekið þátt í ótal mótmælum, kennsluviðburðum og gjörningum auk þess að stunda borgaralega óhlýðni í þágu dýranna.

Jake er einn stofnenda Stop Huntington Animal Cruelty samtakanna árið 2001 sem er talin ein áhrifamesta dýraréttindaherferð sögunnar. Og fyrir það var hann titlaður hryðjuverkamaður og var dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum í fjögur ár.

Þátturinn var tekinn upp 8. janúar 2020.

Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi