Austurríska undrabarnið og niðurstöður kosninga kærðar til MDE

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Við byrjum í Austurríki. Sebastian Kurz sagði af sér kanslaraembætti í Austurríki í haust vegna spillingamála. Hann var yngsti kanslarinn í sögu landsins, aðeins þrjátíu og eins árs þegar hann tók við embætti. Í síðustu viku sagði hinn nú 35 ára gamli Kurz formannsembætti sínu í austurríska þjóðarflokknum lausu, og kvaðst vera hættur í stjórnmálum. En hver er þessi maður, hvernig komst hann til valda og hvað varð honum að falli? Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, greindi frá því í lok síðasta mánaðar að hann ætli sér að kæra framkvæmd kosninganna í kjördæminu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Magnús lagði í fyrstu fram kæru til Alþingis vegna stöðunnar í Norðvesturkjördæmi, og krafðist ógildingar kosninganna í kjördæminu. Hann segir að þeir 42 þingmenn, sem staðfestu útgefin kjörbréf og þar með niðurstöðu seinni talningar, þurfa að íhuga stöðu sína og framtíð fari svo að málið vinnist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Magnús lítur við í síðari hluta þáttarins Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.