Bólusetningarskylda og svokallaðir heilsupassar
Hádegið - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Ný lög í Frakklandi skylda heilbrigðisstarfsfólk í bólusetningu gegn veirunni sem veldur Covid-19 og gera kröfu um framvísun á gildum ?heilsupassa? svokölluðum, vilji fólk snæða á veitingahúsum, heimsækja ýmsa opinbera staði - já eða komast á milli staða með lestum eða flugvélum. Það sama er uppi á teningnum í öðrum löndum innan Evrópu, svo sem í Grikklandi, Slóvakíu og á Ítalíu - og víðs vegar hefur slíkum áformum verið mótmælt af almenningi af hörku. Þá var greint frá því í morgun að bandarísk stórfyrirtæki, alríkið, einstök ríki og borgir í Bandaríkjunum, ætli, eða hafi þegar, tekið upp bólusetningarskyldu starfsmanna - og Joe Biden Bandaríkjaforseti útilokar ekki að ríkisstarfsmenn verði skyldaðir í bólusetningu. En má þetta? Má skylda fólk og vissar starfsstéttir í bólusetningu? Stenst það lög? Má þá gera upp á milli bólusettra og óbólusettra svo sem með því að takmarka aðgengi þeirra síðarnefndu að veitingahúsum, samkomum og samgöngum? Við berum málið undir Halldóru Þorsteinsdóttur, héraðsdómara og lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík í Hádeginu í dag. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.