Facebook frost og nýr forsætisráðherra í Japan

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Stór hluti heimsbyggðarinnar lagðist í fósturstellinguna í gær þegar nokkrir af stærstu samfélagsmiðlum heims, allir í eigu Facebook, lágu niðri í sex klukkustundir. Sex klukkutímar eru ekki stór tala í tímasögulegu samhengi, en það er óhætt að segja að það hafi farið um marga, og fólk komist að því hve ótrúlega mikið það reiðir sig á þessa samfélagsmiðla. Hlutabréf í Facebook hríðféllu og óttuðust margir að stóri gagnalekinn væri loks mættur. Japansþing gerði Fumio Kishida að hundraðasta forsætisráðherra Japan í gær. Kishida var kjörinn formaður stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins í síðustu viku en fyrirrennari hans, Yoshihide Suga, tilkynnti fyrir skömmu að hann ætlaði ekki að sækjast eftir því að stýra flokknum eða landinu lengur eftir tæpt ár við stjórnvölinn. En af hverju tók Suga þá ákvörðun? Hver er arftaki hans? Hvað er næst á döfinni í Japönskum stjórnmálum? Við ræðum við Kristínu Ingvarsdóttur, lektor í japönskum fræðum við Háskóla Íslands í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.