Flóttinn til Norður-Kóreu og lagabreytingar og verðhækkanir á nýju ári

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Við byrjum á Kóreuskaganum. Óvænt tíðindi bárust íbúum Suður-Kóreu á nýjarsdag þegar greint var frá því að manni hafði tekist að komast yfir landamærin til Norður-Kóreu. Afar fátítt er að fólk komist yfir landamærin, hvað þá að það fari frá Suður-Kóreu yfir til Norður-Kóreu, en frá síðarnefnda landinu hefur yfir þrjátíu þúsund manns tekist að flýja frá lokum Kóreustríðsins 1953. Nýju ári - nýjum tímamótum - fylgir gjarnan allskonar nýtt - allskonar breytingar: Áramótaheit eru strengd, markmið sett, vonir og væntingar gerðar. En áramótum fylgja líka samfélagslegar breytingar: Ný lög, lagabreytingar, verðhækkanir, útsvarsbreytingar, launahækkanir og jafnvel kjarasamningar. Við rennum yfir helstu breytingar á nýju ári í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.