Framsókn og Víkingar eru sigurvegarar helgarinnar

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Í Hádeginu í dag er fjallað um fótbolta og pólitík. Víkingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki karla í knattspyrnu í 30 ár, þegar þeir sigruðu Leiknismenn í Fossvogi á laugardag. Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður lítur við í fyrra hluta þáttarins. Í síðari hluta þáttarins ræðum við um mögulegar ríkisstjórnarmyndanir með Eiríki Bergmann Einarssyni, prófessor í stjórnmálafræði. Framsóknarflokkurinn bætir við sig þingmönnum frá síðustu kosningum en Vinstri græn missa þrjá. Verður Katrín Jakobsdóttir áfram forsætisráðherra, eða gera Bjarni Benediktsson eða Sigurður Ingi Jóhannsson kröfu um forsætisráðherraembættið? Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.