Fyrsti dómurinn vegna innrásarinnar í þinghúsið uppkveðinn

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Rúmlega fimm hundruð af þeim átta hundruð þátttakendum í innrásinni á þinghúsið í Washington-borg í Bandaríkjunum sjötta janúar hafa verið handteknir. Tæplega sex hundruð hafa svo verið ákærðir. Og á mánudaginn féll fyrsti dómurinn. Þá var Bandaríkjamaðurinn Paul Allard Hodgkins dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að ráðast inn í þinghúsið í því skyni að hindra störf þingsins. Líklegt þykir að dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir allan þann fjölda mála sem á eftir fylgja. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.