Hitabylgja í Ameríku og Kanada

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Skæð hitabylgja herjar nú á Kanada og Bandaríkin, með tilheyrandi mannfalli og álagi á heilbrigðiskerfið, sem og önnur kerfi og innviði á borð við vatns- og rafmagnsveitur. Þá er bæði aukin hætta á gróðureldum sem og flóðum í hitanum, en yfir 180 gróðureldar loga í Kanada, þar sem hvert hitametið er slegið á eftir öðru. Hæst hefur hitinn mælst 49.6 gráður og þá í bænum Lytton í Bresku Kólumbíu. Bærinn brann nánast allur til kaldra kola í gróðureldum aðeins nokkrum dögum eftir nýja hitametið. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.