Hlutafjárútboð og ójöfnuður eykst milli ríkra á fátæka á Íslandi

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Við hefjum Hádegið í dag á örskýringu vikunnar, en í örskýringum sínum leitast Atli Fannar Bjarkason við að útskýra flókin hugtök og mál, á sem einfaldastan hátt. Hvað er hlutafjárútboð? Af hverju virðast allir - jafnvel ólíklegasta fólk - vera að fjárfesta í hlutabréfum um þessar mundir? Er það góð leið að skjótum gróða, eða er betra að geyma peninganna undir kodda? Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um ójöfnuð á Íslandi. Ójöfnuður og milli hinna ríku og fátæku hefur aukist á Íslandi síðustu ár, og er líklegur til að aukast enn frekar á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreifingarinnar um efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins. Hvort langtímaatvinnuleysi aukist og hvort þetta bil milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki, fari minnkandi, er í höndum stjórnmálamanna og ákvarðanna þeirra. Guðmundur Björn rýndi í þessa nýútkomnu skýrslu og ræðir við Höllu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.