Indverski næturgalinn og spennan magnast í Úkraínu

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Lata Mangeshkar næturgali Bollywood er látin, níutíu og tveggja ára að aldri. Hin margverðlaunaða Mangeshkar, sem hefur tekið upp tugþúsundir sönglaga á minnst þrjátíu og sex tungumálum á löngum ferli sínum, er af mörgum talin umfangsmesta söngkona heims, meira að segja af heimsmetabók Guinnes um skeið. Þótt hún sé helst þekkt fyrir áhrifamikla söngrödd sína kom Mangeshkar víða við um ævina: hannaði skart, stofnaði spítala, og sinnti þingmennsku. Hennar er nú minnst víðsvegar um heim og tveggja daga þjóðarsorg var lýst yfir á Indlandi, heimalandi stórsöngkonunnar, sem meðal annars var þekkt sem drottning melódíunnar og rödd árþúsundsins. Sennan á landamærum Rússlands og Úkraínu eykst með degi hverjum. Yfir 125 þúsund rússneskir hermenn eru við landamærin, en Rússar segjast þó ekki vera að undirbúa innrás. Bandaríkjastjórn hefur heitið því að loka yfir nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands fari svo að Rússar láti til skarar skríða. Emannuel Macron forseti Frakkalands og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hittust í Moskvu í gær og fóru yfir stöðuna. Fundurinn gaf tilefni til bjartsýni, en ferðalagi Macrons um Bjarmalönd er þó ekki lokið, því í dag ræðir hann við Volodómír Selenskí Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu - en óhætt er að segja að það andar köldu á milli hans og Pútíns. Við skoðum þessa flóknu deilu í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.