Konur og tölvuleikir og seðlabankastjóri um hámark greiðslubyrðar

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að setja reglur um hámark greiðslubyrðar. Reglurnar kveða á um að greiðslubyrðarhutfall fasteignalána skuli almennt takmarkast við þrjátíu og fimm prósent og fjörutíu prósent fyrir fyrstu kaupendur. Með þessu á að sporna við hækkandi fasteignaverði og aukinni skuldsetningu heimila og koma í veg fyrir að fólk yfirbjóði hvort annað og taki of mikla fjárhagslega áhættu. En sérfræðingar segja hættumerki á lofti á fasteignamarkaðnum um þessar mundir - Merki um að fasteignamarkaðurinn sé að leita í sömu átt og fyrir hrun. En hver er nákvæmlega staðan? Hvað felst í þessu úrræði? Hvernig mun það bæta úr stöðunni? Er hægt að fara aðrar leiðir að sama markmiði? Er ekki hætt við að úrræðið bitni á röngum aðilum á markaði, svo sem tekjulágum, eða fyrstu kaupendum? Eða gerir það einmitt öfugt? Við berum þessi álitamál og fleiri undir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra í seinni hluta þáttarins. Í fyrri hluta þáttarins kemur Kristjana Björk Barðdal tölvunarfræðingur í heimsókn til okkar og ræðir um stöðu kvenna í heimi tölvuleikja og rafíþrótta, en gerðu fulltrúar Samtaka leikjaframleiðanda (IGI), Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) og Game Makers Iceland (GMI) með sér samkomulag um öruggt starfsumhverfi. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.