Körfuboltinn farinn af stað og hver er Mohammed bin Salman?
Hádegið - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Newcastle glöddust í síðustu viku þegar staðfest var að eigandi liðsins, Mike Ashely, hefði selt eignarhlut sinn í liðinu til fjárfestingahóps í eigu Sádi-Arabíu sem gengur undir nafninu PIF. Stjórnarformaður þessa félags er Mohammed Bin Salman, krónprins Sadí-Arabíu og leiðtogi landsins. Með kaupunum fór Newcastle úr því að vera miðlungs lið yfir í það að verða langríkasta knattspyrnufélag heims. En sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun forsvarsmanna ensku úrvalsdeildarinnar að heimila félaginu að taka yfir rekstur Newcastle. Fyrir því eru ýmsar ástæður, meðal annars sú að þótt PIF sé fjárfestingasjóður er hann fjárfestingasjóður í 100% eigu ríkis, Sádi-Arabíu. En einnig vegna þess að Mohammed bin Salman, og stjórnvöld í Sádíu-Arabíu, eru með óhreint mjöl í pokahorninu. En hver er þessi dularfulli og valdamikli leiðtogi Sádí-Arabíu, Mohammed bin Salman? Efstu deildir karla og kvenna í körfubolta eru farnar af stað og yfir því gleðjast unnendur körfuboltans, móður allra íþrótta, eins og Svali Björgvins kallar íþróttina. Njarðvíkingum er spáð deildarmeistaratitli í karlaflokki þrátt fyrir að hafa næstum fallið um deild í vor, og Haukum er spáð titlinum í kvennaflokki. Sigurður Orri Kristjánsson, körfuboltalýsandi og ristjóri Karfan.is, kemur til okkar í síðari hluta þáttarins og spáir í spilin fyrir átökin í vetur. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.