Kostir og gallar netheima

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Við leiðum hugann að tæknitímum og þróun í Hádeginu í dag - efni sem nú er einhvern vegin orðið alltumlykjandi. Við byrjum á jákvæðu nótunum: Því ógrynni aðgengilegra og gagnlegra upplýsinga sem alnetið geymir. Bara á alfræðivefnum Wikipedia má finna 56 milljónir greinar á 316 tungumálum. En vefurinn, sem óx ört frá stofnun, er orðinn tuttugu ára. Pistillinn var fyrst fluttur 15. janúar 2021. Í seinni hluta þáttarins beinum við sjónum okkar að valdi samfélagsmiðla, sem fer vaxandi eftir því sem tækninni vindur fram: Með hverri nýrri uppfærslu, nýju spennandi appi, fleiri vinum á samfélagsmiðlum og nýjum Iphone með enn fleiri myndavélar. Og þetta vald þessara einkafyrirtækja nær inn á hin ýmsu samfélagssvið, líka hvað varðar tjáningarfrelsið og ritskoðun. Er sú þróun áhyggjuefni? Hvernig lítur framtíðin út í þessum efnum? Við berum málið undir Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar. Pistillinn var fyrst fluttur 23. febrúar 2021. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.