Morðið á David Amess og HM í fótbolta á tveggja ára fresti?

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Breski þingmaðurinn David Amess var stunginn til bana á föstudagsmorgun þegar hann sat á opnum kjördæmafundi ásamt samflokksmönnum sínum í kirkju smábænum Leigh-on-Sea í Essex. Morðið er rannsakað sem hryðjuverk en sá sem er grunaður um að hafa framið voðaverkið er hinn tuttugu og fimm ára Ali Harbi Ali, sem hafði fyrir nokkrum árum verið skikkaður á forvarnarnámskeið ætlað íslömskum öfgamönnum, námskeið þar sem sem þess er freistað að snúa þeim af rangri braut. Hugmyndir FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins um að halda HM karla í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra ára fresti hefur fallið í grýttan jarðveg margra annarra íþróttasambanda. Nú hefur IOC, Alþjóða Ólympíunefndin látið í sér heyra og er langt frá því að vera sátt við hugmyndir FIFA. Við ræðum málið í síðri hluta þáttarins við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamann. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.