Morðið á Gabrielle Petito og COP26

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Morð á ungri bandarískri stúlku, Gabrielle Petito, hefur hrundið af stað samtali og umræðu og varpað ljósi á ýmis konar samfélagsleg vandamál og misbresti. Til dæmis kerfislæga mismunun, fjölmiðlaumfjöllun, kynbundið ofbeldi, lífið í netheimum og sjálfskipaða internet-rannsóknarlögreglumenn, vopnaða tölvum og nettengingu - og ágæti þeirra. Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, COP26 var sett í Glasgow á sunnudag. Þar eru samankomnir um 120 þjóðarleiðtogar, auk ríkiserindrekaa, vísindamanna, sérfræðinga, fréttafólks og baráttufólks í loftslagsmálum. Markið ráðstefnunnar er ærið: að samþykkja nýjar skuldbindingar ríkja gagnvart Parísarsamkomulaginu, sem samþykkt var á síðustu loftslagsráðstefnu í París - 2015. Í síðari hluta þáttarins förum yfir það helsta sem gerðist á ráðstefnunni í gær. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.