Ný Evrópulöggjöf um stafræn málefni og örskýring

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Evrópuþingið samþykkti nú á dögunum nýja löggjöf um stafræn málefni sem meðal annars miðar að því að auka öryggi og tryggja mannréttindi notenda í netheimum til dæmis með því að setja stórum netþjónustuaðilum skorður og auka neytendavernd. Í seinni hluta þáttarins berum við nýju löggjöfina undir Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur, yfirlögfræðing hjá Fjölmiðlanefnd og veltum meðal annars fyrir okkur þýðingu hennar fyrir fjölmiðla, netnotendur og netþjónustufyrirtæki. En við hefjum þátt dagsins á örskýringu í boði Atla Fannars Bjarkasonar frá 3. desember 2021 um mannanöfn og hver fær að velja þau og hafna þeim. En svo virðist vera að Íslendingar hafi rifist um mannanöfn alla tíð - hvað megi og megi ekki heita og kallast. En hvenær settum við á fót sérstaka nefnd sem ræður því? Og tíðkast slíkt einhvers staðar annars staðar? Hver er í mannanafnanefnd og eftir hvaða reglum starfar hún? Atli Fannar Bjarkason ræddi við Guðmund Björn um fyrirbærið. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.