Ný ríkisstjórn Talíbana og hinn undarlegi Nxivm söfnuður

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Í fyrri hluta þáttarins fer Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamaður og sérfræðingur um málefni mið-austurlanda, yfir stöðuna í Afganistan, en Talíbanar kynntu nýja ríkisstjórn í vikunni. Þar eru mörg kunnuleg nöfn, sem voru áberandi á tímum síðustu stjórnar Talíbana, frá 1996 til 2001. Nancy Salzman, annar stofnanda Nxivm safnaðarins, var í gær dæmd í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að glæpum safnaðarins. Í fyrra var Keith Raniere, sjálfskipaður andlegur leiðtogi safnaðarins dæmdur í hundrað og tuttugu ára fangelsi fyrir meðal annars fjárkúgun, kynlífsmannsal og barnaklám í tengslum við starfsemi safnaðarins. Söfnuðurinn, eða fyrirtækið gaf sig út fyrir að vera sjálfshjálparstofnun en saksóknarar segja fyrirtækið í raun hafa verið notað til kynlífsmansals. Við skoðum málið nánar í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.