Ólympíuleikar í Tókýó

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Þrátt fyrir háværa gagnrýni almennings í Japan og yfirlýsingar japönsku ríkisstjórnarinnar um annað var Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japan harðákveðinn og fastur á sínu: Ólympíuleikarnir skyldu fara fram í Tókýó og það núna. Forsætisráðherrann sagði í upphafi árs, að halda yrði trausta og örugga leika til að sýna og sanna að mannkynið hefði sigrast á veirunni. Og hann hefur ekki skipt um skoðun þrátt fyrir kannski ummerki um annað og ríkjandi neyðarástand í landinu. Og nú styttist í að óhagganlegar fyrirætlanir hans verði að veruleika. Ólympíuleikarnir - sem frestað var um ár vegna heimsfaraldurs - hefjast í Tókýó á föstudaginn. Þá keppa yfir 11.000 íþróttamenn frá allt að 206 ríkjum í rúmlega 300 viðureignum í 33 íþróttagreinum: með enga áhorfendur þó. Þá eru ótaldar þúsundir þjálfara, dómara, sjálfboðaliða og fjölmiðlafólks sem verður á staðnum. Hvers má vænta? Hvaða íþróttamönnum og liðum ætti að fylgjast sérstaklega með? Og svo auðvitað - hvaða áhrif hefur heimsfaraldur á þetta allt saman? Við ræðum við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson íþróttamann um Ólympíuleikanna í Tókýó í Hádeginu í dag. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.