Óöld í Kasakstan og ASÍ í mál við ríki og sveitarfélög
Hádegið - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Að minnsta kosti 164 féllu í mótmælunum í Mið-Asíuríkinu Kasakstan í liðinnu viku. Frá þessu greina fjölmiðlar í landinu, en óttast er að mun fleiri hafi látist. Netsamband komst aftur á í Almaty, fjölmennustu borg Kasakstan, í morgun, eftir nær fimm sólarhringa sambandsleysi. Rússneskir hermenn eru komnir til landsins til að aðstoða stjórnvöld við að berja niður mótmælin, við litla hrifingu Bandaríkjastjórnar. Verkalýðshreyfingin fyrirhugar í málsókn gegn ríki og sveitarfélögum vegna ólíkrar túlkunar á greiðslu í sóttkví í orlofi. Fjöldi mála hefur borist inn á borð hreyfingarinnar þar sem bæði uppsagnir og launamál tengjast kórónuveirufaraldrinum. Málið snýst aðallega um frídagaa vegna sóttkvíar í orlofi, sem eru ekki túlkaðir með sama hætti hjá ríki og sveitarfélögum annars vegar og hjá verkalýðshreyfingunni hins vegar. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, lítur við í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.