Þrífarar í framboði og afleiðingar Covid fyrir fólk í vímuefnavanda

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Við byrjum í Rússlandi. Sveitarstjórnarkosningar verða víða í landinu síðar í þessum mánuði, kosningar sem alþjóðasamfélagið fylgist grannt með vegna vaxandi áhyggna af tilraunum stjórnvalda þar í landi til að berja niður hvers kyns andóf stjórnarandstæðinga. Það er svosem gömul saga og ný að stjórnvöld í Rússlandi beiti ýmsum brögðum til að koma í veg fyrir að óæskilegir frambjóðendur velgi þeim undir uggum. Ein leiðin er einfaldlega að losa sig við þá, eins og í tilfelli Alexeis Navalny, ötuls gagnrýnanda Pútíns forseta. Navalny var dæmdur í fangelsi í upphafi árs fyrir að brjóta skilorð, en það þarf ekki ekki doktorsgráðu rússneskum stjórnmálum til að skilja að stjórnvöld voru fyrst og fremst að losa sig við hann. En svo eru til aðrar leiðir, og frumlegri, líkt og kjósendur í Pétursborg fengu að sjá um helgina þegar listi yfir frambjóðendur í sveitarstjórn var birtur. Heimsfaraldur COVID-19 hefur komið illa við okkur öll. Þeir eru eflaust fáir sem ekki hafa þurft að takast á við einhvers konar afleiðingar eða óbeinar afleiðingar hans. Þó vitum við að faraldurinn leikur okkur misgrátt og bitnar jafnvel harðar og verr á vissum einstaklingum eða vissum hópum samfélagsins. Þeirra á meðal er fólk sem glímir við vímuefna- og húsnæðisvanda. Fólk sem á erfiðara með að fylgja tilmælum stjórnvalda, eða einfaldlega getur það ekki, svo sem tilmælum um persónulegar sóttvarnir eða að halda sig heima. Í seinni hluta þáttarins ræðum við við Hafrúnu Elísu Sigurðardóttur, sérfræðing hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni á vegum Rauða Krossins um áhrif heimsfaraldurs á jaðarsetta hópa samfélagsins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.