Ritdeilur Bergsveins og Ásgeirs og hjartavandamál knattspyrnumanna

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

En við byrjum á örskýringu vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni. Daglegar fréttir hafa verið fluttar af ritdeilu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og rithöfundarins og fræðimannsins Bergsveins Birgissonar. Bergsveinn sakar Ásgeir um ritstuld en því hafnar Ásgeir. Málið hefur svo tekið nokkra óvænta snúninga. En hvernig hófst deilan og um hvað snýst hún? Hver var sá fyrsti sem komst að því að Ingólfur Arnarson hafi verið rostungaveiðimaður og hvaða máli skiptir það? Einn besti knattspyrnumaður heims undanfarinna ára, argentíski framherjinn Sergio Aguero, lagði skóna á hilluna á tilfinningaþrungnum blaðamannafundi í Barcelóna í vikunni. Aguero, sem er aðeins 32 ára gamall, lagði þó skóna ekki á hilluna viljugur. Í lok október var Agüero fluttur á sjúkrahús í leik Barcelona og Alaves í spænsku úrvalsdeildinni en hann fann fyrir hjartverk. Læknar mátu stöðu hans svo að hann geti ekki lengur spilað fótbolta. Sergio Aguero er hættur, vegna hjartavandamála. En hann er ekki eini knattspyrnumaðurinn sem hefur lent í þessu. Hinn danski Christian Eriksen hneig niður á Evrópumótinu í sumar og hið sama gerði Ísfirðingurinn Emil Pálsson í leik norsku fyrstu deildinni í haust. Báðir eru á batavegi en allskstar óvíst hvort þeir geti leikið knattspyrnu aftur. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður lítur við í síðari hluta þáttarins og ræðir um hjartavandamál knattspyrnumanna, eru þau að aukast? Hvers vegna, og hvað er til ráða? Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur..