Robert Durst í steininn og er mark takandi á könnunum?
Hádegið - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Einungis þrír dagar eru til kosninga og hver fer nú að verða síðastur til að ákveða sig hvað skal kjósa. Úr vöndu er að ráða, að minnsta kosti ef marka má skoðannakannanir, en það stefnir í einar mest spennandi kosningar í manna minnum. Ný Þjóðarpúsl Gallup, sem gerður var fyrir fréttastofu RÚV, var birtur í fyrradag og þar kemur fram að ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Græn og Framsókn, fengju 30 þingmenn og myndu missa meiriahluta á þingi, ef kosið væri nú. Með öðrum orðum, ríkisstjórnin væri fallin. Þeir Ólafur Þ. Harðarson og Bogi Ágústsson eru gestir dagsins í Kosningahlaðvarpi RÚV, X21 þar sem þeir voru spurðir um þessa nýjustu skoðannakönnun. En er eitthvað mark takandi á svona skoðannakönnunum? Robert Durst, Bandarískur milljarðamæringur á áttræðisaldri, hefur verið sakfelldur fyrir morðið á vinkonu sinni, glæpasagnahöfundinum Susan Berman. Hann er sagður hafa myrt Berman árið 2000 af því að hún vissi of mikið - hún gæti komið upp um annað morð sem hann á að hafa framið - morð eiginkonu hans, Kathleen Durst sem hvarf árið 1982. En ekkert hefur spurst til hennar síðan og málið hefur aldrei verið leyst. Durst hefur áður verið sýknaður í enn öðru morðmáli - en hann var sakaður um að hafa myrt nágranna sinn árið 2001. Hver er þessi auðugi maður - sem sagður er einstaklega sérlundaður? Af hverju er hann á allra vörum? Hvernig getur einn maður verið frjáls ferða sinna í áratugi - þó grunaður um þrjú morð? Og hvernig fléttast kvikmyndaiðnaðurinn inn í þetta allt saman? Við skoðum málið í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.