Rússar ábyrgir fyrir dauða Litvinenkos og rauður dagur í kauphöllinni
Hádegið - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Rússnesk stjórnvöld bera ábyrgð á dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrum njósnara rússnesku leyniþjónustunnar. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Litvinenko lést á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum skömmu áður. Og samkvæmt úrskurði Mannréttindadómstólsins frá því í morgun er það hafið yfir allan vafa að Andrei Logovoi og Dmitry Kovtun hafi staðið fyrir eitruninni - og að líklegt sé að þeir hafi fengið fyrirmæli um ódæðið frá rússneskum stjórnvöldum. Mennirnir tveir - sem og rússnesk stjórnvöld - hafa ávallt neitað sök. Málið er meðal umtöluðustu morðmála síðustu áratuga. Gærdagurinn var rauður í íslensku kauphöllinni í gær en verð lækkaði í öllum félögum á markaði. En ekki bara hér, heldur einnig víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Fréttir af gjaldþroti kínverska fasteignafélagsins Evergrande spila þar inn í, en einnig skjálfti meðal fjárfesta fyrir komandi kosningum. Þetta segir Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, en við ræðum við hann um hlutabréfamarkaðinn duttlungarfulla í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.