Rússneski utanríkisráðherrann í Sýrlandi og mörk atvinnu og einkalífs
Hádegið - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Við byrjum í mið-austurlöndum, en þó með smá rússnesku yfirbragði. Ef marka má yfirlýsingar ráðamanna í Washington hefur stríðsástand vofað yfir í Úkraínu þar sem Rússar hafa fært umtalsvert af herafla sínum að landamærum ríkisins til að framkvæma heræfingar að eigin sögn. Fréttaskýrendur á svæðinu virðast hins vegar flestir hinir rólegustu og segja þetta allt flókið leikrit þar sem margir eigi hagsmuna að gæta. Lítil hætta sé á raunverulegu stríði. Á sama tíma og þetta hernaðarbrölt er til tals er varnarmálaráðherra Rússlands hins vegar fjarri, hann er í Damaskus í Sýrlandi að funda með Assad forseta. Gunnar Hrafn Jónsson, sérfræðingur í málefnum miðausturlanda ræðir við okkur um heimsóknina og stöðuna. Það er fátt sem heimsfaraldurinn hefur ekki haft áhrif á: Heilbrigðiskerfi heimsins, stjórnarfar, lýðræði jafnvel, efnahagskerfin, heilsufar almennings og líðan og svona mætti ágætlega lengi telja. Vinnuumhverfið og vinnumenningin er þar ekki undanskilin. En hver er birtingarmyndin? Hvaða áhrif hefur heimsfaraldur haft á það hvernig við vinnum? Og hvenær og hvar við vinnum? Við berum málið undir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.