Tölvuárásir og loforð Bidens í baráttunni við Covid-19

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Rússneskir tölvuþrjótar tóku allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis Geislatækni í Garðabæ í gíslingu í síðustu viku, og krefjast tuga milljóna í lausnargjald. Brotist var inn í tölvukerfi fyrirtækisins klukkan hálf þrjú aðfaranótt föstudagsins síðasta, en fyrirtækið sérhæfir sig í að skera og beygja stál með með leysigeisla og hátækniaðferðum og vinnur fyrir ýmis hátæknifyrirtæki. Þetta er gert í tölvustýrðum vélum. Þetta er ekki fyrsta netárásin sem framin er á íslensk fyrirtæki, því fer fjarri. Fyrr í mánuðuin voru gerðar fjórar netárásir á íslensk fjármálafyrirtæki, Valitor, Arion banka og Íslandsbanka. Kristjana Björk Barðdal tölvunarfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi ræðir við okkur um tölvuárásir. Joe Biden Bandaríkjaforseti biðlar til auðugri ríkja heims að leggja hönd á plóg og sameinast um að binda enda á langvinnan heimsfaraldur á sérstakri Covid-19 ráðstefnu/samkomu sem forsetinn boðaði til. Í seinni hluta þáttarins förum við yfir tillögur Biden, framlag Bandaríkjanna og stöðuna á kórónuveirunni og bólusetningum við henni á heimsvísu. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.