Truth Social og Aung San Suu Kyi dæmd í fangelsi

Hádegið - Podcast autorstwa RÚV

Við hefjum Hádegið í dag í Bandaríkjunum. Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, vinnur nú að stofnun síns eigin samfélagsmiðils. Lokað var fyrir reikninga Trumps á Facebook og Twitter fyrr á þessu ári. Í síðari hluta þáttarins förum við til Mjanmar. Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi í tveggja ára fangelsi. Suu Kyi er fyrrum leiðtogi landsins og formaður NLD-flokksins sem hlaut meirihluta á þingi í kosningum skömmu fyrir valdarán hersins í febrúar. Suu Kyi var sett í hald í valdaráninu og síðan þá hefur herstjórnin lagt fram hverja ákæruna af annarri á hendur henni. Í gær var hún dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að hvetja til ófriðar og fyrir brot á sóttvarnalögum. Dómurinn var seinna sama dag styttur í tvö ár. Hins vegar á hinn sjötíu og sex ára gamli friðarverðlaunahafi Nóbels yfir höfði sér allt að hundrað ára fangelsi verði hún dæmd sek fyrir öll hin ákæruatriðin sem bíða þess að verða tekin fyrir í dómstóli herforingjastjórnarinnar, sem gagnrýnendur segja langt frá því að vera óvilhallur og sanngjarn. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.