Úkraína eftir innrás
Hádegið - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Í þætti dagsins fjöllum við um það sem er flestum efst í huga um þessar mundir - innrás Rússa í Úkraínu. Við höfum fylgst náið með tildrögum innrásarinnar, framvindunni og stöðunni að undanförnu í Hádeginu. Í dag, í sérstöku Hádegisinnslagi, beinum við sjónum okkar að aðeins annarri hlið innrásarinnar: Fólkinu í landinu. Íbúum Úkraínu og áhrifum innrásarinnar á þá. Anna Gyða Sigurgísladóttir dagskrárgerðarkona komst í samband við nokkur úkraínsk ungmenni á föstudaginn, þegar rétt rúmur sólarhringur var liðinn frá innrásinni. Hún ræddi við þau um stöðuna í landinu, næstu skref og áhrifin sem innrásin hefur á líðan þeirra og aðstæður. Ungmennin eiga það flest sameiginlegt að búa í höfuðborg Úkraínu, Kyiv, eða Kænugarði; eða í grennd við höfuðborgina. Þó höfðu þau öll ólíkar sögur að segja, lýstu mismunandi upplifunum og afdrifum í kjölfar innrásarinnar. Anna Gyða spyr: Hvernig var sólarhringurinn eftir að Rússar lýstu yfir stríði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.