Verslunarborgin Riga og óháðir fjölmiðlar
Hádegið - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Hlutleysi blaðamanna er einn af þeim nauðsynlegu þáttum sem þarf að tryggja, eigi fjölmiðlaumfjöllun að vera óháð og óhlutdræg. En hvernig gengur það á svo litlu landi? Er það raunhæft? Snærós Sindradóttir forvitnast um málið í fyrri hluta þáttarins. Þar á eftir höldum við til Lettlands. Riga, höfuðborg landsins, er verslunarborg frá fornu fari. Aðalmarkaðurinn í Riga, eða Central Market, er einn sá stærsti af sínu tagi í Evrópu ? sá stærsti segja heimamenn. Á markaðnum er mikið úrval af matvælum, en líka blóm, gjafavara og margt fleira, bæði innandyra og í sölubásum undir beru lofti. Sveinn Helgason, okkar maður í Brussel, lagði land undir fót í síðustu viku og fór til Lettlands. Hann kynnti sér sögu landsins en heimsótti fyrst þennan fræga markað sem var byggður á þriðja áratug síðustu aldar og er á heimsminjaskrá UNESCO. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Katrínar og Snærósar Sindradóttur.