Telur hvorki Rússa né Úkraínumenn geta sigrað í stríðinu
Heimsglugginn - Podcast autorstwa RÚV - Czwartki
Kategorie:
Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, var gestur Heimsgluggans. Hann og Bogi Ágústsson ræddu stríðið í Úkraínu, harðar loftárásir Rússa, sókn Úkraínumanna inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi og breytingar á ríkisstjórn Úkraínu. Valur telur ólíklegt að stríðið vinnist á vígvellinum, það endi líklega með vopnahléi og Úkraínumenn þurfi að sætta sig við að Rússar ráði því landi sem þeir hafi hernumið. Heimsglugginn hófst á spjalli Björns Þórs Sigbjörnssonar og Boga um afsögn Tobiasar Billströms, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og umfjöllun um bresk stjórnmál. Þar er barátta hafin um hver tekur við af Rishi Sunak sem leiðtogi Íhaldsflokksins og stjórn Verkamannaflokksins hyggst leggja fram frumvarp um að erfðalávarðar fái ekki lengur að sitja í lávarðadeild þingsins.