Úlfakreppa og klúður Skoska þjóðarflokksins
Heimsglugginn - Podcast autorstwa RÚV - Czwartki
Kategorie:
Bogi Ágústsson ræddi við Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunni Elísabetu Bogadóttur um kosningar á Salómons-eyjum, við heyrðum falsaða yfirlýsingu Mette Frederiksen um frídaga í Danmörku, tillögu Magdalenu Anderson, leiðtoga sænskra Jafnaðarmanna, um refsingar gegn ESB-ríkjum sem brjóta lýðræðisreglur sambandsins. Aðalefnið var þó vandræði Skoska þjóðarflokksins, SNP, sem þarf að velja nýjan leiðtoga eftir að Humza Yousaf hrökklaðist frá í byrjun vikunnar. Þar á undan var rætt um bæjar- og sveitarstjórnakosningar í Englandi. Þar er spáð að Íhaldsflokkurinn tapi mörgum fulltrúum.