145| Borgarastríð og misskilinn Dalai Lama
Heimskviður - Podcast autorstwa RÚV - Soboty
Kategorie:
Í þættinum í dag eru umfjöllunarefnin tvö, annars vegar borgarastyrjaldir og hins vegar meintur misskilningur á hvað átti sér stað þegar trúarleiðtoginn Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna á dögunum. Nokkur óeining hefur ríkt síðustu misseri um framtíðarstjórnskipan eins stærsta og fjölmennasta ríkis Afríku, Súdan. Súdanar eru því vanir, enda eru valdarán og stríðsátök reglulegir viðburðir í landinu. Þó voru fáir sem spáðu því að ágreiningur tveggja herforingja í Súdan um framtíð landsins myndi þróast á versta veg. Því miður gengu svörtustu spár eftir um miðjan mánuðinn, þegar íbúar í höfuðborginni Khartoum vöknuðu við sprengjugný og skothvelli. Oddur Þórðarson fjallar um ástandið í Súdan og um borgarastyrjaldir almennt. Hver er skilgreiningin á borgarastyrjöld og hvar geysa þær í heiminum? Beiðni hins næstum níræða Dalai Lama við lítinn dreng nýverið um að sleikja á sér tunguna vöktu hörð viðbrögð víða en atvikið náðist á myndband. Þegar allt varð vitlaust, baðst hann afsökunar en sagði gagnrýnendur vera að misskilja. Þarna væri á ferðinni góðlátlegur brandari, sem vesturlöndin skilja ekki vegna menningarmunar. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem menningarlegur misskilningur er sögð ástæða gagnrýni á umdeild ummæli þessa merkilega trúarleiðtoga. Sunna Valgerðardóttir setti sig í lótusstellingar og skoðaði Dalai Lama, búddismann og það sem er sagt vera útbreiddur misskilningur almennings. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.