Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Hlaðvarp Heimildarinnar - Podcast autorstwa Heimildin
Snjóhríð geisar, bæði hjá Harry Potter og fyrir utan gluggann hjá Emil og Bryndísi á meðan upptökum stendur. Í köflum 11-15 í Harry Potter og blendingsprinsinum flækjast og skýrast hlutir í senn. Galdrastrákurinn ‒ afsakið, unglingurinn ‒ er sannfærður um að Draco standi á bakvið flest sem aflaga fer innan Hogwarts, en enginn tekur mark á honum. Prófessor Slughorn sniglast um ganga í leit að efnilegum nemendum til að sleikja upp. Quidditch er einkar áberandi og svo byrjar ástin að blómstra … eða reyndar er það ekki svo einfalt. Mikil spenna ríkir milli Hermione og Ron, auk þess sem Harry reynir að bæla tilfinningar í garð ákveðinnar stúlku. Síðast en ekki síst skyggnumst við betur inn í bakgrunn Voldemorts, hans örlög sem Hinn myrki herra.
