Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Leið inn í heim iðandi ofurlífveru“

Hlaðvarp Heimildarinnar - Podcast autorstwa Heimildin

Podcast artwork

Í þessum þætti er rætt við Sigurjón Baldur Hafsteinsson, mannfræðing og safnafræðing um rannsókn hans á sjónvarpstöð frumbyggja í Kanada, pælingar varðandi dauða og sorg, og um undralífheima torfhúsa. Sigurjón Baldur Hafsteinsson lauk BA prófi mannfræði frá HÍ, MA gráðu í mannfræði frá Temple háskólanum í Fíladelfíuborg í USA, og doktorsprófi í mannfræði frá sömu stofnun. Megin viðfangsefni Sigurjóns Baldurs eru sjónrænir miðlar, dauði og sorg, og safnastarf. Raddir marg­breyt­i­­­­leik­ans er mann­fræð­i­hlað­varp þar sem rætt verður við íslenska mann­fræð­inga um það sem þeir eru að rann­saka. Einnig verður rætt við erlenda fræð­i­­­­menn þegar færi gefst. Umsjón­­­­ar­­­­fólk hlað­varps­ins eru Hólm­­­­fríður María Ragn­hild­­­­ar­dótt­ir, Krist­ján Þór Sig­­­­urðs­­­­son og Sandra Smára­dótt­­­­ir.