Með blik í auga náum við árangri

Hlaðvarp Landsnets - Podcast autorstwa Landsnet

Kategorie:

Í Landsnetshlaðvarpinu að þessu sinni eru þær Margrét Eva Þórðardóttir og Maríanna Magnúsdóttir að ræða breyturnar og drifkraftana sem verða til þess að vinnustaðamenning innleiði stefnu fyrirtækisins. Það er ákveðin list að horfa á rekstur fyrirtækja heildrænt og sjá hvað mannlegi þátturinn vegur mikið. Það setja fókus á helgun starfsmanna skiptir þar höfuðmáli, jafnt starfsþróun og persónulega þróun. Lærdómsferlið er í raun mikilvægasta ferlið til að hlúa að á þeirri vegferð að innleiða stefnu á árangursríkan máta. Við erum mörg hver í þjóðfélaginu orðin þokkalega sjóuð í að læra af frávikum og ábendingum í ferlum okkar en erum við meðvituð um mannlegu mynstrin okkar og áhrif þeirra á teymið og vinnuna? Er það hluti af umbótastarfi að rýna okkar persónulegu mynstur og innleiða breytingar þar? Hvaða hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað til að ná árangri?

Visit the podcast's native language site