28. HVERNIG BÝRÐU TIL HUGVERK SEM GETUR NÁÐ ÁRANGRI ALÞJÓÐLEGA – Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop
Konur í nýsköpun - Podcast autorstwa Alma Dóra Ríkarðsdóttir
Kategorie:
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri og ein af stofnendum Tulipop sem er fyrirtækið á bakvið töfraheiminn, fígúrurnar, sögurnar, teiknimyndirnar og vörurnar sem mörg okkar, og þá allra helst börn og foreldrar, könnumst við. Helga sagði mér söguna af því hvernig Tulipop varð til og hvernig þeim hefur tekist að fjármagna verkefnið, en Tulipop tók inn 250 milljón króna fjárfestingu í byrjun árs 2023. Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi