#57 Tobba Marínós með Sölva Tryggva
Podcast með Sölva Tryggva - Podcast autorstwa Sölvi Tryggvason
Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marínós, kom með hvelli inn á sjónarsvið íslenskra fjölmiðla eftir að hafa menntað sig í fjölmiðlafræði erlendis. Eftir stutt starf í blaðamennsku var henni kippt inn í sjónvarp og síðan þá hefur þessi kjarnakona gert allt milli himins og jarðar. Skrif á bókum, stjórnun í fyrirtækjum, framleiðsla á matvörum og svo auðvitað meira sjónvarp og blaðamennska. Sölvi og Tobba, sem nú er ritstjóri DV , fara í þættinum yfir alls kyns sögur að tjaldabaki, lyklana að því að halda í ástríðuna og fleira og fleira. Þátturinn er í boði: Sjónlags - www.sjonlag.is Fitness Sport - www.fitnesssport.is Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/ Lemon - https://www.lemon.is/ Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan) Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)