#02 Bakherbergið: Gestir í pólitískum afmælum kynda undir kenningum
Ræðum það... - Podcast autorstwa Hlaðvarp Góðra samskipta - Ræðum það
Kategorie:
Bakherbergið: Gestir í pólitískum afmælum kynda undir kenningum Karitas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrum starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins og Jakob Birgisson, stjórnmálaskýrandi og yngsti eldri borgari landsins voru gestir þáttarins og fóru yfir stöðu ríkisstjórnarinnar, gestalista og tilhugalíf í tveimur afmælisveislum stjórnmálaleiðtoga um helgina, þrönga stöðu sumra flokka og punktstöðuna hjá leiðtogunum í borginni. Bakherbergið kannaði einnig hvaða mál fólk vilji að stjórnmálaflokkar einblíni á. Niðurstaðan er að mun fleiri nefna nú "veskismál" af einhverju tagi en í sambærilegum könnunum sem gerðar hafa verið fyrr á kjörtímabilinu. Efnahagsmálin (51%), verðbólga (47%) og húsnæðismál (41%) eru stærstu málin fyrir utan heilbrigðismálin sem enn mælast efst á blaði hjá landsmönnum (61%). Mörg önnur mál sem verið hafa á dagskrá stjórnmálanna komast ekki á topp tíu yfir mikilvægustu málin að mati almennings. Þar má nefna umhverfis- og loftslagsmál, Evrópusambandið, orkumál og málefni flóttafólks. Það var könnunarfyrirtækið Prósent sem framkvæmdi könnunina fyrir Bakherbergið. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 🚛 Klettur - sala og þjónusta 🏢 Eignaumsjón —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum: Könnun Prósents fyrir Bakherbergið