Taktík, tár og takkaskór
Ræðum það... - Podcast autorstwa Hlaðvarp Góðra samskipta - Ræðum það
Kategorie:
Taktík, tár og takkaskór Það eru 2 vikur til forsetakosninga og þjóðin er með öndina í hálsinum. Spennan sameinar okkur en sitt sýnist hverjum um frambjóðendur. Kjarnafylgi Katrínar virðist fast í 25% en hún leiðir nú aftur í könnunum. Munu villuráfandi sauðir á vinstri vængnum sem hafa stutt Katrínu rata heim í kjörklefanum? Eða sameinast þeir sem vilja eitthvað annað en forsætisráðherra fyrrverandi á Bessastaði og kjósa þann sem á mesta möguleika á að sigra Katrínu. Verður baráttan um að verða sá frambjóðandi svo hörð að það slettist á alla og Katrín siglir þessu heim? Allt um þetta í nýjasta Ræðum það... Gestastjórnendur: Gísli Freyr Valdórsson, Diljá Ragnarsdóttir og Karl Pétur Jónsson Stjórnandi: Andrés Jónsson Stef: Ræðum það - Dire & Nolem