Vonarstjörnur 1. hluti

Ræðum það... - Podcast autorstwa Hlaðvarp Góðra samskipta - Ræðum það

Kategorie:

Í þessum þætti af Ræðum það… fjöllum við um fólkið á lista Góðra samskipta yfir vonarstjörnur viðskiptalífsins. Listinn er gefinn út annað hvort ár samhliða 40/40 listanum og kemur nú út í fjórða sinn. Þetta er fyrri þátturinn af tveimur um listann.  Vonarstjörnunar eru allt fólk sem miklar væntingar eru bundnar við á næstu árum og hafa nýverið vakið athygli fyrir hæfileika og metnað. Sum stýra nú þegar stórum einingum með fjölda millistjórnenda og starfsmanna en önnur eru komin með ábyrgð umfram formlegan starfstitil eða mannaforráð. Valið byggir á ábendingum fólks sem þekkir vel til í viðskiptalífinu en við völdum 15 konur og 15 karla á listann að þessu sinni. Gestastjórnendur: Þórhallur Gunnarsson og Heiðrún Ósk Jóhannsdóttir Stjórnandi: Andrés Jónsson Stef: Ræðum það - Dire & Nolem