Bruninn á Snartarstöðum, Hulda Á. Stefánsdóttir og Formúla 1.

Sögur af landi - Podcast autorstwa RÚV

Í Sögum af landi verður spjallað við hjónin Guðrúnu Maríu Björnsdóttur og Jóhann Pál Þorkelsson, bændur á Snartarstöðum í Lundareykjadal. 2. júní á þessu ári misstu þau heimili sitt þegar eldur braust út á efri hæð íbúðarhússins á bænum. Eldurinn kviknaði út frá gamalli spjaldtölvu sem var í hleðslu. Þau segja frá atburðarrásinni allt frá brunanum og þangað til dagsins í dag. Í þættinum verður einnig farið í ferðalag aftur í tímann í fylgd með Ragnari Jóhannessyni. Farið verður í heimsókn í Kvennaskólann á Blönduósi þar sem Ragnar ræðir við Huldu Á. Stefánsdóttur skólastýru skólans. Að lokum verður spjallað við Hinrik Wöhler, forstöðumann Húsavíkurstofu, en aðra hverja helgi lýsir hann Formúlu 1 á skandinavísku streymisveitunni Viaplay í beinni útsendingu frá Húsavík. Innslög í þáttinn unnu Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Úlla Árdal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.