BSO á Akureyri, reykhús við Mývatn og þúsund ára skipulag

Sögur af landi - Podcast autorstwa RÚV

Við kynnum okkur staði og hefðir sem eiga sér langa sögu, en þó mjög mislangar. Á dögunum var tilkynnt að fjarlægja bæri hús Bifreiðastöðvar Oddeyrar á Akureyri sem á sér 60 ára sögu. Við hittum Margréti Imsland, framkvæmdastjóra BSO. Þá höldum við í reykhús á Skútustöðum við Mývatn en það er áratuga hefð að reykja Mývatnssilung. Ágúst Ólafsson hitti Gylfa bónda á Skútustöðum. Og að lokum stökkvum við aftur í tímann og kynnum okkur skipulagsmál fyrir þúsund árum og heyrum af kenningum Páls Pálssonar frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Efni í þáttinn unnu Óðinn Svan Óðinsson, Ágúst Ólafsson og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.