Sunna Borg og Eyrin á Ísafirði
Sögur af landi - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Við hefjum þáttinn á viðtali við leikkonuna Sunnu Borg. Sunna er nú við æfingar á nýrri uppsetningu á Skugga-Sveini sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir á nýju ári. Verkið er eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson og mun Sunna fara með hlutverk hinnar þekktu Grasa-Guddu. Að lokum er flakkað um Eyrina á Ísafirði, en Ísafjarðarbær óskaði á dögunum eftir athugasemdum vegna fyrirhugaðrar landfyllingar við norðanverða Eyrina á Ísafirði. Óskað er eftir athugasemdum við skipulagslýsingu sem er fyrsta skref nýs skipulags. Hugmyndin að landfyllingunni er til komin vegna hafnarframkvæmda sem standa nú yfir á Ísafirði því þar fellur til mikið efni. Markmiðið með landfyllingunni og skipulagsbreytingunni er því að nýta þetta efni til að auka byggingarland á Ísafirði. Landfyllingar á Eyrinni eru hins vegar ekki nýjar á nálinni, stór hluti Eyrarinnar á Ísafirði er landfylling og upprunalega Eyrin aðeins brotabrot af Eyrinni í dag. Halla Ólafsdóttir, dagskrárgerðarkona á Ísafirði, hitti Jónu Símoníu Bjarnadóttur, sagnfræðing og forstöðukonu Byggðasafns Vestfjarða, og forvitnaðist um sögu Eyrarinnar á Ísafirði. Efni í þáttinn unnu Óðinn Svan Óðinsson og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir