Tónlistarskóli Rangæinga, skógarhögg og svæðisgarðurinn Snæfellsnes

Sögur af landi - Podcast autorstwa RÚV

Við forvitnumst um starfsemi Tónlistarskóla Rangæinga og ræðum þar við Söndru Rún Jónsdóttur, skólastjóra tónlistarskólans. Því næst höldum við norður en þar er verið að ryðja skóg fyrir nýjan göngu- og hjólreiðastíg af Svalbarðsströnd til Akureyrar. Að lokum er ferðinni heitið í gamla félagsheimilið Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi en þar hefur verkefnastjóri svæðisgarðsins Snæfellsness starfsaðstöðu. Viðmælendur í þættinum eru Sandra Rún Jónsdóttir, Ingólfur Jóhannsson og Ragnhildur Sigurðardóttir. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Ágúst Ólafsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir