Brexit-áhrif og berserkir.
Spegillinn - Hlaðvarp - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Óvissan um hvernig fer í Brexit-málum hefur farið vaxandi. Það er vel hugsanlegt að Bretland, næst mikilvægasta viðskiptaland Íslands, yfirgefi Evrópusambandið án samnings í mánaðarlok. Rætt er við Jóhönnu Jónsdóttur, sérfræðing sem leitt hefur vinnu stýrihóps utanríkisráðuneytisins um Brexit og Karl Guðmundsson, útflutningsstjóra Íslandsstofu um aðgerðir stýrihóps stjórnvalda í Brexit-málum og áhrif harðrar útgöngu á íslensk fyrirtæki. Anna Kristín Jónsdóttir fjallar um nýbirta rannsókn sem bendir til þess að berserkir hafi ekki étið Berserkjasveppi og einnig um hvernig ofskynjunarsveppur varð að jólaskrauti.