Innflutningur á gosti, Trump og Úkraínuforseti, Boris sendi þingið hei
Spegillinn - Hlaðvarp - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Innflutningur á gosi og bragðbættu vatni hefur rúmlega fjórfaldast á innan við tveimur árum. Þetta má lesa úr innflutningsskrá Hagstofunnar. Mest munar um stóraukinn gosdósainnflutning frá Svíþjóð. Verkfræðingur hjá Eflu segir kolefnisspor innfluttra drykkja hærra en þeirra sem framleiddir á Íslandi. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá. Donald Trump er sakaður um að kúga forseta Úkraínu til að rannsaka Joe Biden sem hefur mælst efstur í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Fyrir síðustu forsetakosningar var Trump sakaður um að vinna með Rússum til að koma höggi á þáverandi andstæðing sinn Hillary Clinton. Pálmi Jónasson segir frá. Ellefu einróma hæstaréttardómarar telja þá ráðstöfun Boris Johnson forsætisráðherra Breta að senda þingið heim ólöglega. Þingstörf eigi því halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Dómur Hæstaréttar Breta varðar grundallarþætti breskrar stjórnskipunar og mun bergmála lengi. Þá líka í komandi kosningum og þá í samhengi við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þó dómurinn snúist ekki um það mál. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um málið.