Krafa um meira frí. Þurrkatíð. Trudeau.
Spegillinn - Hlaðvarp - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir á opinbera vinnumarkaðnum er krafa um að allir opinberir launamenn fái sex vikna sumarfrí. Arnar Páll Hauksson. Það er mikilvægt að haustrigningarnar klikki ekki eftir þurrka sumarsins, þetta segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við hann um áhrif þurrka sumarsins og hugsanlegar afleiðingar. Justin Trudeau kom eins og stormsveipur inn í kanadísk stjórnmál. Sem nýkjörinn formaður Frjálslynda flokksins vann hann stórsigur í síðustu kosningum og varð forsætisráðherra. Honum hefur verið líkt við menn eins og Barack Obama og Emanuel Macron en upp á síðkastið hefur talsvert fallið á ímynd hans. Vinsældir hans hafa hrunið í stóru spillingarmáli og alls óvíst að hann haldi völdum eftir kosningarnar í haust. Pálmi Jónasson.